Tenglar

7. ágúst 2018 | Sveinn Ragnarsson

Ljósleiðarinn á svæði 1 tengdur í dag

1 af 4

Fjarskiptafélag Reykhólahrepps tilkynnir að ljósleiðari á svæði 1 er að verða tilbúinn til notkunar.

 

Svæði 1 eru fasteignir í dreifbýli, frá fjarskiptahúsi Mílu við Miðhús að Árbæ og að Þörungaverksmiðjunni í Karlsey.

 

Nú geta eigendur þessara húseigna og fyrirtækja sótt um að tengjast ljósleiðaranum skv. skilmálum og gjaldskrá sem birt hefur verið á vefnum.   Beiðni skal senda með tölvupósti á netfangið skrifstofa@reykholar.is. 

 

Mánaðargjald (línugjald) er 2.900 kr. á mánuði auk vsk., fjarskiptafélög greiða 3.500 auk vsk.

 

Eftir að beiðni berst verður tenging gerð virk og þá er hægt að sækja um tengingu hjá því símafyrirtæki sem fólk velur að eiga viðskipti við.

 

Fyrstu tengingarnar urðu virkar í dag, um er að ræða skrifstofu sveitarfélagsins, Barmahlíð og Reykhólaskóla.

  

Athugasemdir

Guðrún S Samúels, mivikudagur 08 gst kl: 11:24

'A hvaða svæði er Gufsan hér hefur ekkert verið gert og engin svör fást

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30