Tenglar

21. janúar 2015 |

Ljósmóðirin hafði verið í sveit á Mávavatni

Lovísa Ósk og Nonni og litla stúlkan.
Lovísa Ósk og Nonni og litla stúlkan.
1 af 4

Nýjasti Reykhólabúinn árið 2015 fæddist á föstudaginn eða þann 16. janúar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, gullfalleg stúlka sem reyndist 3410  g og 51 cm. Bæði móður og barni heilsast vel. Foreldrar hennar eru Hlynur Stefánsson og Lovísa Ósk Jónsdóttir og stolti stóri bróðir heitir Jón Halldór.

 

Þess má til gamans geta að ljósmóðirin sem tók á móti stúlkunni, Lóa Kristinsdóttir, hafði verið í sveit á Mávavatni hjá Sigurgeiri og Dísu þegar hún var tólf ára. „Hún átti góðar minningar úr Reykhólasveit svo það var mikið hægt að spjalla á meðan beðið var eftir stúlkunni,“ segir Lovísa Ósk.

 

Athugasemdir

Ásta Sjöfn, mivikudagur 21 janar kl: 16:27

Innilega til hamingju með dömuna. Lóa tók líka á móti yngri strákunum mínum. Alveg frábær.

Guðrún Guðmundsdóttir, fimmtudagur 22 janar kl: 18:33

Til hamingju með litlu stúlkuna ykkar. Lóa tók líka á móti Guðmundi Andra. Hún sagði mér einmitt frá því að hún hefði komið hinað í sveit til að passa.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31