Tenglar

24. september 2011 |

„Ljótahlíð í Reykhólahreppi þykir afar fögur“

Jóhanna Sveinsdóttir dagskrárgerðarmaður.
Jóhanna Sveinsdóttir dagskrárgerðarmaður.

„Í Loðmundarfirði skarta Gunnhildarbrjóst sínu fegursta, hafi einhver hug á að ganga á þau. En vanti upp á brjóstin, þá eru Geirvörtur í sunnanverðum Vatnajökli. Fretvog er að finna í Mývatnssveit og áin Pissa rennur úr Sauðdrápsbotnum. Ljótahlíð í Reykhólahreppi þykir afar fögur. En fáir staðir þykja ilma betur en Æluengi sem er skammt frá Handklæðisholti í Borgarfirði. Og ég ætla að hún hafi verið þurr á manninn hjónaferðin sem leiddi af sér nafngiftina Kaldaklof, ólíkt ferðinni við Ballará í Klofningi.“

 

Ofanritað er úr örnefnapistli sem Jóhanna Sveinsdóttir dagskrárgerðarmaður flutti í RÚV á degi íslenskrar náttúru fyrir skömmu og leyfði góðfúslega að birtur yrði hér á vefnum. Pistilinn í heild er að finna undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin undir hinni upprunalegu fyrirsögn Skynvillutoppar við Fretvog.

  

Þar er einnig Ljótahlíð í Reykhólahreppi merkt inn á kort af vef Landmælinga Íslands og neðanmáls við pistilinn er að finna upplýsingar um nýja örnefnasjá Landmælinga.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30