9. október 2012 |
Ljúf haustferð inn í Króksfjarðarnes
Nemendur og starfsfólk í hinum nýsameinaða Reykhólaskóla (leikskóli og grunnskóli) fóru í síðustu viku í haustferð inn í Króksfjarðarnes, þar sem Bergsveinn Reynisson í Nesskel (Beggi á Gróustöðum) tók á móti hópnum. Gengið var um nágrennið og fegurðar náttúrunnar notið í veðri eins og það gerist allra best á þessum árstíma.
Myndirnar voru teknar við þetta tækifæri.