Tenglar

20. apríl 2010 |

Lóa á Miðjanesi í stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða

Lóa á Miðjanesi (t.h.) á Bátadögum á Reykhólum. Með á myndinni eru Erlingur Jónsson og Sólrún Sverrisdóttir.
Lóa á Miðjanesi (t.h.) á Bátadögum á Reykhólum. Með á myndinni eru Erlingur Jónsson og Sólrún Sverrisdóttir.
Breytingar urðu á stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða á aðalfundi samtakanna um helgina. Þrír fyrrum stjórnarmenn gáfu ekki kost á sér, þau Áslaug Alfreðsdóttir á Ísafirði, Sævar Pálsson í Flókalundi og Björn Samúelsson á Reykhólum. Í þeirra stað komu í stjórn Halldóra Játvarðardóttir á Miðjanesi í Reykhólasveit, Ragna Magnúsdóttir í Bolungarvík og Einar Unnsteinsson í Bjarnarfirði á Ströndum. Stjórnarmenn eru kosnir fyrir tvö ár í senn og formaður fyrir eitt ár. Sigurður Atlason gaf kost á sér aftur og var endurkjörinn sem formaður samtakanna.

 

Stjórn Ferðamálasamtakanna skipa nú Sigurður Atlason á Hólmavík, formaður, Ester Unnsteinsdóttir í Súðavík, Einar Unnsteinsson í Bjarnarfirði, Halldóra Játvarðardóttir á Miðjanesi, Keran Stueland í Breiðavík, Ragna Jóhanna Magnúsdóttir í Bolungarvík og Sigurður Arnfjörð á Núpi í Dýrafirði.

 

Aðalfundurinn var liður í viðfangsmikilli fundahelgi á Hótel Núpi sem Ferðamálasamtök Vestfjarða stóðu fyrir. Stefnumótunarvinna samtakanna var kynnt á fjölmennum fundi á föstudagskvöld þar sem Ásgerður Þorleifsdóttir kynnti niðurstöður stefnumótunarfunda vetrarins. Vel yfir 100 manns tóku þátt í vinnunni í vetur. Stefnumótunarskýrslan verður gefin út innan skamms og dreift til allra sem sinna ferðaþjónustu á Vestfjörðum.

 

Aðalfundur samtakanna var haldinn á laugardagsmorgun. Hann var einnig vel sóttur en 40 manns sátu hann. Þar komu margvíslegar skemmtilegar hugmyndir fram um það hvernig efla mætti þessa mikilvægu atvinnugrein sem sífellt hefur meira vægi fyrir byggð og mannlíf á Vestfjörðum.

 

Ráðstefnan Umhverfisvottaðir Vestfirðir var haldin í framhaldi af aðalfundinum. Um 100 manns sóttu ráðstefnuna sem var afar fróðleg og skemmtileg, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30