Tenglar

21. ágúst 2008 |

Loftárás í Gilsfirði

Örninn flýgur fugla hæst í forsal vinda, kvað Páll Ólafsson. Og hélt áfram: Hinir sér það láta lynda, að leika, kvaka, fljúga og synda. Samt er þetta ekki einhlítt. Þegar Óskar Steingrímsson á Reykhólum var á ferð við Gilsfjörð núna einn blíðviðrisdaginn sá hann haförn sveimandi virðulega í góðum friði hátt í lofti (mynd nr. 2) og hugðist ná myndum af konungi fuglanna í öllu sínu veldi. En veldið og friðurinn stóðu ekki lengi því að gæsahópur kom á hröðu oddaflugi og veittist að erninum sem fataðist heldur virðuleikinn við þessa óvæntu árás. Gæsirnar gerðu þrjár atlögur áður en þær hurfu jafnskyndilega og þær birtust.

 

Það eru reyndar fleiri fuglategundir en gæsir sem láta sér ekki lynda að vera eitthvað lítilþægari en örninn, hvað svo sem skáldið segir í þeim efnum. Að sögn Signýjar M. Jónsdóttur á Gróustöðum við Gilsfjörð, þar sem ernir eru á sveimi á hverjum degi eins og víðast í Reykhólahreppi, er ekki óvanalegt að sjá ýmsar fuglategundir veitast að erninum, allt niður í hrossagauka og aðra smáfugla. Hins vegar er það líklega fátítt eða a.m.k. fáséð að gæsahópur geri skipulega atlögu að haferni rétt eins og þar væri fylking orustuflugvéla á ferð.

 

Athugasemdir

Arnar, fimmtudagur 07 ma kl: 10:01

Ég var eitt sinn niðri við Salthólmavík þegar haförn kom of nærri kríuvarpinu þar. Allt gerið rauk upp og í örninn. Þær voru eins og ský í kringum hann. Hans eina svar virtist vera að vagga sér í loftinu og hnita hringi hærra og hærra. Loks var hann kominn svo hátt að ég eygði varla kríurnar nema sem örlitla depla. Þá virtust þær ekki komast hærra eða fundist nóg að gert og sneru niður ein af annarri. Örninn hélt einn áfram talsvert hærra þangað til hann renndi sér inn Gilsfjörðinn.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30