Tenglar

3. nóvember 2012 |

Lög sett um að búfjárbeit verði einungis í girðingum?

Ef frumvarpið verður að lögum verður búfé aðeins beitt innan girðinga.
Ef frumvarpið verður að lögum verður búfé aðeins beitt innan girðinga.

Þingmennirnir Mörður Árnason og Birgitta Jónsdóttir lögðu fyrir skömmu fram á Alþingi frumvarp til laga þess efnis, að búfé skuli aðeins beitt innan girðingar, og skuli þau koma til framkvæmda eftir tíu ár. „Flutningsmenn tileinka frumvarpið Herdísi Þorvaldsdóttur sem áratugum saman hefur beitt sér fyrir landvernd á Íslandi,“ segir í greinargerð.

 

Heimildamynd Herdísar, Fjallkonan hrópar á vægð, var sýnd í Ríkissjónvarpinu um miðjan síðasta mánuð. Viðbrögð við myndinni hafa verið nokkuð misjöfn. Baráttumál Herdísar er og hefur verið að stöðva lausagöngu búfjár á Íslandi.

 

Eins og hér hefur verið greint frá vill umhverfisráðherra banna lausagöngu búfjár.

 

Lagafrumvarpið ásamt greinargerð

   

Athugasemdir

Bergsveinn G Reynisson, sunnudagur 04 nvember kl: 07:50

Þegar ofbeit og gróðurvernd eru rædd, dettur mér alltaf í hug "vísa" eftir Akureyringinn Rögnvald gáfaða.

Hann gróðursetti hríslu sem náðonum upp að hnjám,
og þúsund árum seinna var allt útbíað í trjám.

k.v.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31