Lömbin furðugóð - fjöldi mynda úr Kinnarstaðarétt
„Mér sýnast lömbin vera ótrúlega góð. Miðað við kuldann í vor og þurrkinn í sumar held ég að þau séu þokkaleg þegar þau koma á vigtina“, segir Þráinn Hjálmarsson á Hríshóli í Reykhólasveit. „Mér heyrist þetta líka á sláturhússtjóranum á Hvammstanga þangað sem ég er að flytja fé. Lömbin vigta meira en þau sýnast gera. Þeir segja þar að lömbin séu svipuð og í fyrra.“
Tvíbýli er á Hríshóli og samtals eru þar rúmlega þúsund fjár á fóðrum en um fimmtán hundruð lömb fara í sláturhús að þessu sinni. Búendur á Hríshóli eru annars vegar Þráinn og Málfríður kona hans og hins vegar Vilberg sonur þeirra og Katla Ingibjörg kona hans.
Réttað var á Kinnarstöðum í Reykhólasveit í gær. Þórarinn Ólafsson í Stekkjarlundi var þar og tók fjölda mynda sem finna má undir Ljósmyndir > Myndasyrpur > Kinnarstaðarétt 2011 í valmyndinni hér vinstra megin.
pállm, rijudagur 20 september kl: 12:55
réttir á kynnastöðum.