Tenglar

28. apríl 2022 | Sveinn Ragnarsson

Lúmsk hætta í gripahúsum

Styrmir Gíslason nýstaðinn upp.
Styrmir Gíslason nýstaðinn upp.

Fyrir nokkrum dögum var Styrmir Gíslason bóndi á Kötlulandi, við Reykhóla, að hræra upp í áburðarkjallara í fjárhúsunum. Með honum voru 2 nágrannar hans, Tómas bóndi á Reykhólum og Gústaf Jökull bóndi á Miðjanesi.

 

Þegar hrært er í skít, ekki síst á þessum árstíma, losnar lífgas, metan og brennisteinsvetni sem myndast við gerjun í taðinu. Þess vegna er afar mikilvægt að loftræsta vel þar sem verið er að hræra. Þennan dag var mjög gott veður og stillt þannig að þótt opið væri í gegnum húsin var lítil hreyfing á loftinu.

 

Styrmir var inni í húsunum að fylgjast með, en það þarf að færa hræruna af og til svo að allt hrærist upp. Allt í einu fær hann aðsvif og það næsta sem hann man er að þeir Tumi og Gústi eru að stumra yfir honum úti á hlaði. Þeir höfðu litið inn í húsin og sjá hann liggja hreyfingarlausan og áttuðu sig strax á hvað væri á seyði.

 

Oft er það svo að bændur eru einir að vinna við að tæma úr hauggeymslum, og þá er brýnt að hafa í huga að enginn Gústi eða Tumi er til að drösla mönnum út.

 

Styrmir jafnaði sig sem betur fer fljótt, en fékk skurði og mar í andlit við fallið.

 

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30