Tenglar

11. ágúst 2014 | vefstjori@reykholar.is

„Lúxusvandi“ á Reykhólum

Húsnæðisskortur hefur verið á Reykhólum um árabil og staðið nauðsynlegri fjölgun starfsfólks í ýmsum greinum fyrir þrifum. Fjallað var um þetta mál í Fréttablaðinu fyrir helgi undir fyrirsögninni Brýnn lúxusvandi í Reykhólasveitinni. „Við erum fyrirtæki í örum vexti og okkur bráðvantar starfsfólk á Reykhólum en við fundum ekki húsnæði þar,“ segir Garðar Stefánsson, framkvæmdastjóri og annar stofnenda fyrirtækisins Norðursalts á Reykhólum. Hann segir að nú þegar hafi fyrirtækið keypt gamalt hús á staðnum og sé að gera það upp. Það dugir ekki til þannig að fyrirtækið hefur gert samning við gistiheimilið Álftaland sem hýsir starfsmenn eina viku í senn.

 

„Við könnumst við þennan vanda,“ segir Finnur Árnason framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum í samtali við blaðið. Þuríður Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri í Barmahlíð segir það staðreynd að erfitt sé að finna viðunandi húsnæði á svæðinu.

 

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, segir að verið sé að ræða þessi mál með atvinnuveitendum á svæðinu. Hún segir það vissulega heppilegast að einkaaðilar fari út í að byggja en kostnaður við það sé hár svo að menn sjái ekki í hendi sér að slík fjárfesting standi undir sér. En ef ekki dugi önnur ráð segir hún líklegast að sveitarfélagið taki það að sér. Aðspurð hvað valdi uppganginum segir hún menn í nýsköpun vera að koma auga á tækifærin sem svæðið hafi að bjóða.

 

Ýmislegt er á döfinni varðandi frekari nýsköpunarverkefni á Reykhólum.

 

Athugasemdir

Dalli, mnudagur 11 gst kl: 16:56

Byggingafyrirtæki hefur lýst sig reiðubúið til bygginga leiguhúsnæðis á Reykhólum gegn samningi um einhverra ára leigu. Væri ekki ráð fyrir viðkomandi að skoða það?

Dagny Stefans, fstudagur 15 gst kl: 11:32

hvernig væri að kynna ser þau hús sem standa auð á Reykhólum og vita hvort ekki se hægt að fá þau leigð .

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31