Tenglar

24. október 2013 | vefstjori@reykholar.is

Lykkja á leiðinni frá Noregi suður í lönd?

Ljósm. Rebekka Eiríksdóttir.
Ljósm. Rebekka Eiríksdóttir.
1 af 4

Rebekka Eiríksdóttir á Stað í Reykhólasveit tók núna í morgun meðfylgjandi myndir af fugli sem hún telur að sé gráhegri og getur ekki talist algeng sjón hérlendis. Mynd nr. 1 er mjög stækkuð út úr mynd nr 2 (sem sjálf er stækkuð úr upphaflegu myndinni). Myndir nr. 3 og 4 eru líka mikið stækkaðar vegna fjarlægðarinnar og þess vegna ekki mjög skýrar.

 

Um gráhegra segir svo á eldri vef Náttúrufræðistofnunar Vesturlands árið 2002 eða fyrir ellefu árum, en þar er greint frá því að gráhegri hafi sést í Stykkishólmi 24. október (sama dagsetning og í dag) og síðan næstu tíu dagana eða svo:

  • Gráhegrar eru stórir og tilkomumiklir vaðfuglar. Þeir verpa ekki á Íslandi en nokkrir flækjast hingað á hverju hausti og sjást þá helst í fjörum og við ár og vötn sem ekki frjósa. Þeir eru háfættir og hálslangir, ljósir á kvið en með gráa vængi. Einnig má sjá svartar flikrur á kvið og höfði. Á flugi eru þeir fremur þunglamalegir en eru auðþekkjanlegir á breiðum og löngum vængjum, sem minna reyndar dálítið á arnarvængi nema bognari. Að auki greinast þeir frá örnum á flugi á löngum fótum sem skaga aftur fyrir stélið. Vænghafið er 155-175 cm en standandi eru þeir 84-102 cm á hæð, eftir því hvort hálsinn er uppréttur. Talið er að flestir gráhegrar komi hingað frá Noregi en hafi villst af leið sinni suður til Mið-Evrópu.

 

Athugasemdir

Vilhjálmur Arnórsson, fimmtudagur 24 oktber kl: 22:00

Þetta er greinilega gráhegri. Sá einn slíkann tvívegis í fyrravetur við Hvolsá í Saurbæ.
Einnig sá ég gráhegra á Fellsströnd í júní 2012, hélt fyrst að þar væri örn á ferð. Hegri þessi var illa séður af svartbak og hvítmáfi sem ráku hann burt af óðulum sínum.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31