Tenglar

11. mars 2010 |

Lýsa yfir stuðningi við endurnýjun Vestfjarðavegar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir eindregnum stuðningi við bæjarstjórn Vesturbyggðar og önnur sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum í baráttunni fyrir endurnýjun Vestfjarðavegar í vesturhluta Reykhólahrepps. Tillaga þessa efnis var samþykkt á síðasta bæjarstjórnarfundi. „Samgönguyfirvöld verða að setja þessa bráðnauðsynlegu framkvæmd í tafarlausan forgang til að koma sunnanverðum Vestfjörðum í mannsæmandi vegasamband hið fyrsta“, segir í samþykktinni. Um er að ræða vegarkaflana frá Þorskafirði að Skálanesi og frá Eiði við Vattarfjörð að Þverá í Kjálkafirði.

 

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur heils hugar undir röksemdir bæjarstjórnar Vesturbyggðar og skorar á Kristján Möller samgönguráðherra að vinna verkefnið með hraði í þeirri mynd sem heimamenn leggja áherslu á. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ítrekaði einnig mikilvægi þess að opinber verkefni séu unnin á landsbyggðinni.
 
„Þetta á sérstaklega við þegar um er að ræða ný verkefni. Hafa ber í huga að öll verkefni sem flutt eru út á landsbyggðina auka við fjölbreytni og styrkja atvinnulíf viðkomandi svæðis.“

 

Þetta kom fram á fréttavefnum bb.is.


Sjá einnig: 

Hafa áhyggjur af töfum á vegabótum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30