28. júní 2010 |
Lýst eftir stolnu fellihýsi
Lýst er eftir fellihýsi sem stolið var, í þeirri von að það finnist ef til vill á tjaldsvæðum landsins í sumar. Fellihýsið er af gerðinni Coleman Redwood og er 9 fet. Skráningarnúmerið er LP 415. Fellihýsið er með tvær misbreiðar rendur á hliðunum en þó er hurðin hvít með engum röndum. Framan á er grjótgrind sem er orðin svolítið sjúskuð og teipuð með silfurlitu teipi. Vagninn er með sólarsellu ofan á, vinstra megin að framan. Um það bil 2 cm breiður álrammi er allan hringinn utan um sólarselluna. Á beisli er statíf fyrir tvo gaskúta og svartur plastkassi undir rafgeymi. Fellihýsið er merkt DAISY stórum stöfum á hægri hlið fyrir framan hurðina en einnig vinstra megin að aftan. Seríunúmer vagnsins er 4CE60E17Y7289964.
Þeir sem gætu gefið upplýsingar eru vinsamlega beðnir að hafa samband við lögreglu.