Tenglar

26. júní 2014 | vefstjori@reykholar.is

Mæla með Ástu Sjöfn í stöðu skólastjóra

Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir.
Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir.

Mennta- og menningarmálanefnd Reykhólahrepps leggur til við sveitarstjórn, að Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir kennari og settur skólastjóri verði ráðin skólastjóri Reykhólaskóla. Þetta var samþykkt samhljóða á fundi nefndarinnar í gær. „Fenginn var ráðgjafi frá Capacent til að hafa umsjón með úrvinnslu umsókna og samantekt upplýsinga um starf skólastjóra Reykhólaskóla. Eftir að hafa farið yfir umsóknir með hliðsjón af ráðgjöf Capacent er ljóst að aðeins einn aðili uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru til umsækjenda að mati nefndarinnar,“ segir í bókun.

 

Rökstuðningur nefndarinnar fyrir tillögu sinni til sveitarstjórnar er á þessa leið:

 

Ásta Sjöfn hefur starfað við Reykhólaskóla í 15 ár sem kennari og staðgengill skólastjóra. Frá nóvember 2013 hefur hún starfað sem skólastjóri. Hún þekkir vel til innra starfs skólans, starfsfólks, nemenda og foreldrasamfélags. Ásta Sjöfn hefur lokið B.Ed. sem grunnskólakennari en áður hafði hún lokið námi í rekstrarfræði og hefur því þekkingu á stjórnun og rekstri. Ásta Sjöfn hefur átt gott samstarf með starfsfólki skólans, hún er vel liðin, þægileg í samstarfi og hefur náð góðri liðsheild í skólanum þann tíma sem hún hefur starfað sem skólastjóri. Ásta Sjöfn leggur áherslu á að auka flæði á milli leikskóla- og grunnskólastigs og jafnframt endurmenntun starfsfólks.

 

Til þess að tillaga mennta- og menningarmálanefndar um ráðningu Ástu Sjafnar öðlist gildi þarf sveitarstjórn að staðfesta hana.

 

Athugasemdir

Ásgeir Överby, fimmtudagur 26 jn kl: 07:46

Hvað skyldi "ráðgjöf" Capacent hafa kostað hreppsbúa ..? - Ef fulltrúar í mennta-og menningarmálanefnd geta ekki ráðið skólastjóra án aðstoðar krakkanna í Capacent, þá eiga þeir ekki að gefa kost á sér í nefndina ....

Málfríður Vilbergsdóttir, fimmtudagur 26 jn kl: 17:53

Til hamingju með Ástu Sjöfn hún mun standa sig vel.
Ásgeir krakkarnir í Capacent vinna vinnuna sína vel og fagmannlega svo það er ekkert að því að fá aðstoð þeirra við ráðninguna.

Bestu sumarkveðjur og vonandi fer að stytta upp :)

Eyvindur, fstudagur 27 jn kl: 07:32

Kæri Ásgeir, hér er mál sem þú veist greinilega ekkert um, hér eru nokkrir upplýsandi hlutir varðandi þetta mál. Auðvitað kostar utanaðkomandi ráðgjöf en hún er þá að minnsta kosti óhlutdræg og hvað heldur þú að hefði verið sagt ef nefndin hefði mælt með Ástu án ráðgjafar? Og svo er skipað í nefndina ekki gefið kost á sér. Oft betra að vera upplýstur.

Jóhanna Ösp, fstudagur 27 jn kl: 11:48

Alltaf gaman að fá góðar fréttir í "morgun" sárið :) Ásta hefur nú sýnt að hún er frábær í þetta starf.

maría pálsdóttir, mnudagur 30 jn kl: 22:48

'Asta mín hamingju óskir með níja starfið þitt .Skólinn og krakkarnir verða ekki svikin af þínum störfum og vil eg óska Reykhólahreppingum til hamingju líka með góðan starfsmann kv Maja Páls

Björg Karlsdóttirb, mnudagur 30 jn kl: 23:13

Þetta eru frábærar fréttir. Til hamingju Ásta Sjöfn ég veit að þú ert góð í jobbið.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31