Tenglar

30. ágúst 2014 | vefstjori@reykholar.is

Magnús Tumi og málglaðar konur

Jón Atli Játvarðarson.
Jón Atli Játvarðarson.

„Ýmsum þótti Magnús Tumi jarðeðlisfræðingur slá nokkuð harkalega á puttana á konum sem stóðu vaktina við jarðskjálftamæla þegar hann var sjálfur í útsýnisflugi með TF SIF,“ segir Jón Atli Játvarðarson á Reykhólum. „Vísindunum getur vafist tunga um tönn þegar verið er að smíða land, en okkur hinum getur dottið ýmislegt í hug.“ Eins og stundum áður fæddist vísa hjá Jóni Atla; að þessu sinni fylgir óneitanlega andblærinn úr Áföngum Jóns Helgasonar.

 

Lítið úr Bárðarbungu kom,

bólga þó enn í kauni.

Magnús Tumi þó mjög í ham

málglöðum konum launi.

Almannateymið ofdekrað

á okkur vernd þó bauni,

gjaldfellir Ómar gamla list

sem gufu úr Holuhrauni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31