Magnús á Seljanesi 75 ára
Sjötíu og fimm ára er í dag, 13. október, Magnús Jónsson, bóndi á Seljanesi í Reykhólasveit. Hann og fjölskylda hans ætla að halda upp á afmælið þegar lengra líður fram á haustið og verður greint frá því hér þegar þar að kemur.
Á myndinni er Magnús í hópakstri gamalla dráttarvéla, sem er einn af föstu liðunum á Reykhóladögum.
Svavar, rijudagur 13 oktber kl: 07:39
Til hamingju með daginn Maggi