Tenglar

6. október 2015 |

Magnús og Pálmi og kvöldverður á Vogi

Magnús og Pálmi.
Magnús og Pálmi.

Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson halda núna á laugardagskvöldið tónleika á Vogi, sveitasetri á Fellsströnd, og hefjast þeir kl. 21. Áður verður veislukvöldverður að hætti hússins, sem hefst kl. 19. „Gaman væri að sjá sem flesta frá Reykhólum, endilega látið vita ef þið ætlið að mæta,“ segir Guðmundur Halldórsson staðarhaldari. Síminn hans er 894 4396.

 

Vogur er fyrsta hótelið í sögu Fellsstrandar í Dalasýslu. Fjósi var breytt í gistihús og hlaðan varð að stórum veitingasal. Jörðin Vogur er þekktust fyrir Bjarna frá Vogi, alþingismann og rithöfund, sem kenndi sig við hana, og þar er minning hans varðveitt. Bjarni var kunnur fyrir vindla sem hann flutti inn og fyrir nýyrðasmíð; orðið knattspyrna er til dæmis frá honum komið.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31