5. maí 2020 | Sveinn Ragnarsson
Maí umhverfismánuður Reykhólahrepps
Íbúar Reykhólahrepps hafa verið til fyrimyndar í tiltekt undanfarið og eiga þeir hrós skilið fyrir það. Reykhólahreppur vill hvetja til áframhaldandi umhverfisvitundar.
Í stað umhverfisdags þurfum við, vegna covid-19, að breyta fyrirkomulaginu.
Ákveðið hefur verið að hafa maí sem umhverfismánuðinn og halda áfram að gera snyrtilegt í kringum okkur.
Fyrir áhugasama ákváðum við að hafa hashtaggið #umhverfisreykhóla til að hafa svoldið gaman af þessu og til að sýna hvert öðru afraksturinn með myndum. Hægt er að pósta myndunum hvar sem er á netinu.
Sveitarstjórn Reykhólahrepps
Maria Maack, mivikudagur 06 ma kl: 13:01
Eru einhverjir viðburðir á dagskrá? Einhver samantekin ráð?