Tenglar

25. apríl 2015 |

Makrílgjafakvóti fyrir milljarða

Makríll / Wikipedia.
Makríll / Wikipedia.

Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um að lögfesta kvótasetningu á makríl, en hann er ný tegund í íslenskri lögsögu, og einnig verða heimiluð frjáls viðskipti með hann innan sjávarútvegsgreinarinnar. Þessi gjörningur þýðir gjafakvóta fyrir tugi milljarða til aðila í greininni í boði stjórnvalda, á sama tíma og launafólki eru skammtaðar launahækkanir úr hnefa í nafni stöðugleika!

 

Þannig hefst grein sem Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður og oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi sendi vefnum til birtingar undir fyrirsögninni hér fyrir ofan. Þar segir einnig m.a.:

 

Þetta verður rothögg fyrir báta strandveiðihluta makrílveiðanna, sem fá það litla úthlutun að þeir verða annað hvort að leigja makrílkvóta af öðrum eða selja sína makrílhlutdeild. Þarna er verið að búa til bóluhagkerfi og sýndarverðmæti með því að koma því til leiðar með reglusetningu, að verslun hefst með makrílkvótann milli útgerða í greininni með tilheyrandi viðbótar skuldsetningu. Fjármálastofnanir munu að sjálfsögðu fitna á aukinni skuldsetningu í greininni og veðsetningu á makrílkvóta, eftirspurn eftir lánsfé eykst og vextirnir hækka í kjölfarið. Með ráðstöfun ríkisstjórnarinnar er í raun verið að loka á nýliðun í makrílveiðum og á þá þróun sem verið hefur í vinnslu makríls til manneldis í fiskvinnslum víða í sjávarbyggðum.

 

Grein Lilju Rafneyjar má lesa hér í heild og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31