Tenglar

6. ágúst 2012 |

Makríltorfurnar ólgandi við Flatey

Sagt hefur verið að makríllinn sé eins og ryksuga í lífríkinu við landið. Þannig gekk kríuvarp í Ísafjarðardjúpi mjög vel og ungarnir voru komnir talsvert á legg þegar makrílvöðurnar komu í Djúpið. Skömmu seinna fór að bera á ungadauða - ungarnir sultu til bana þegar foreldrarnir gátu ekki lengur veitt handa þeim síli. Meðfylgjandi myndskeið voru tekin við Flatey á Breiðafirði fyrir stuttu. Sjórinn ólgar og kraumar eins og í suðupotti þar sem makríllinn rekur sílið upp í yfirborð til að háma það í sig.

 

Myndskeið 1

Myndskeið 2

 

Það fer eftir forritum og stillingum í hverri tölvu hvort eða hvernig myndskeiðin birtast. Í einhverjum tilvikum getur birst neðst á skjánum lína með upplýsingum um niðurhal og þarf þá að smella þar.

 

Makríllinn ryksugar Djúpið og kríuungarnir drepast (bb.is)

     

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31