Makríltorfurnar ólgandi við Flatey
Sagt hefur verið að makríllinn sé eins og ryksuga í lífríkinu við landið. Þannig gekk kríuvarp í Ísafjarðardjúpi mjög vel og ungarnir voru komnir talsvert á legg þegar makrílvöðurnar komu í Djúpið. Skömmu seinna fór að bera á ungadauða - ungarnir sultu til bana þegar foreldrarnir gátu ekki lengur veitt handa þeim síli. Meðfylgjandi myndskeið voru tekin við Flatey á Breiðafirði fyrir stuttu. Sjórinn ólgar og kraumar eins og í suðupotti þar sem makríllinn rekur sílið upp í yfirborð til að háma það í sig.
Það fer eftir forritum og stillingum í hverri tölvu hvort eða hvernig myndskeiðin birtast. Í einhverjum tilvikum getur birst neðst á skjánum lína með upplýsingum um niðurhal og þarf þá að smella þar.
► Makríllinn ryksugar Djúpið og kríuungarnir drepast (bb.is)