Tenglar

14. október 2008 |

Málaferli vegna póstþjónustu undirbúin

Hreppsnefnd Reykhólahrepps og sveitarstjórnin í Vesturbyggð eru að undirbúa málssókn á hendur Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) sakir þess að stofnunin heimilaði Íslandspósti að draga úr þjónustu sinni í þessum sveitarfélögum. Íslandspóstur ákvað fyrir nokkru með leyfi PFS að draga úr þjónustu á nokkrum stöðum á landinu. M.a. fækkar póstburðardögum úr fimm í þrjá í viku í hluta dreifbýlis í Reykhólasveit og Vesturbyggð. Þá er hætt að keyra póst heim á bæi í þessum sveitarfélögum og einnig í Dalabyggð og Helgafellssveit.

 

Viðkomandi sveitarstjórnir hafa fjallað um málið. Að sögn Óskars Steingrímssonar, sveitarstjóra Reykhólahrepps, er núna í undirbúningi málssókn á hendur PFS fyrir að heimila Íslandspósti fyrrnefndar aðgerðir. Óskar segir að væntanlega muni Reykhólahreppur og Vesturbyggð sameinast um málshöfðunina.

 

Athugasemdir

Reynir, mivikudagur 15 oktber kl: 22:34

Gott að vita að sveitafélagið virðist eiga nóg af peningum til að eyða í þessa vitleysu... að fara í mál við eftirlitsstofnun sem er full af lögfræðingum er eitt það fáranlegasta sem ég hef heyrt. Einu aðilarnir sem græða á þessu eru lögfræðingarnir sem taka málið að sér fyrir sveitafélagið... ég held að sveitungar verði aðeins að ranka við sér, og skoða dóminn og spyrja sveitastjórnamenn hvort þetta sé ekki glapræði. Ætli þessar eftirlitsstofnun viti ekki hvað hún er að gera, alla vega frekar en sveitaastórnarmenn sem láta eins og þetta sé einhver heimsendir. Æ Æ er ekki hægt að nota peningana frekar í eitthvað viturlegra?

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31