7. maí 2011 |
Malarkaflar „nánast óökufærir síðustu vikur“
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga skorar á innanríkisráðherra [sem er þar með samgönguráðherra] að bregðast nú þegar við vegna ástands Vestfjarðavegar 60 [um vestanverðan Reykhólahrepp] og setja aukið fjármagn í viðhald vegarins þar sem malarkaflar hans hafa verið nánast óökufærir síðustu vikur. Á meðan það óvissuástand sem nú er uppi varðandi uppbyggingu vegarins er mikilvægt að veginum sé þó viðhaldið og honum haldið ökufærum. Hér er um að ræða gríðarlega mikilvæga samgönguleið fyrir samfélag og atvinnulíf á Vestfjörðum, auk þess sem reiknað er með mikilli fjölgun ferðamanna til Vestfjarða á komandi sumri.
Þetta var samþykkt á fundi stjórnar FV núna í vikunni.