Tenglar

19. september 2011 |

Málefni aldraðra kynnt á Reykhólum

Hildur Jakobína Gísladóttir.
Hildur Jakobína Gísladóttir.

Íbúafundur um málefni aldraðra verður haldinn á Reykhólum kl. 13 á morgun, þriðjudag. Eldri borgurum í Reykhólahreppi er boðið á fundinn sem verður á Dvalarheimilinu Barmahlíð. Þar verður farið yfir stöðu þessa málaflokks í sveitarfélaginu en markmiðið er að bæta allt það sem betur má fara. Fyrir fundinum stendur Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps, en Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri verður þar einnig. Auk þess verður kynnt félagsstarf aldraðra í vetur. Allir eldri borgarar í Reykhólahreppi eru boðnir hjartanlega velkomnir á fundinn. Lesendur eru hvattir til að koma þessu til skila til eldra fólksins sem er ekki mikið á netinu margt hvert.

 

Undir málefni aldraðra falla félagsleg heimaþjónusta, félagsstarf og fleira. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga segir m.a. um þjónustu við aldraða:

 

„Sveitarstjórn skal stuðla að því að aldraðir geti búið við eðlilegt heimilislíf í umgengni við aðra svo lengi sem verða má. Jafnframt verði tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf. Sveitarstjórn skal sjá um að félagsþjónusta aldraðra sé fyrir hendi í sveitarfélaginu eftir þörfum. Hér er m.a. átt við heimaþjónustu, félagsráðgjöf og heimsendingu matar. Jafnframt skal tryggja öldruðum aðgang að félags- og tómstundastarfi við þeirra hæfi. Í því sambandi skal lögð sérstök áhersla á fræðslu og námskeiðahald um réttindi aldraðra og aðlögun að breyttum aðstæðum sem fylgja því að hætta þátttöku á vinnumarkaði. Aldraðir eiga rétt á almennri þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum þessum en að öðru leyti fer um málefni þeirra eftir sérlögum um málefni aldraðra.“

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31