Tenglar

12. febrúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Málþing landeigenda um stjórnarskrárfrumvarpið

Landssamtök landeigenda á Íslandi gagnrýna hversu hart er að þeim sótt og hversu lagahyggja ráði stórum hlut, þar sem stöðugt sé verið að takmarka og ganga á rétt landeigenda. Hugmyndir um nýja stjórnarskrá séu þar meðtaldar. Samtökin eru ósátt við að grundvallarlög landsins eigi að afgreiða með hraði í stað málefnalegrar umræðu sem grundvallist á ítarlegu mati á áhrifum breytinganna.

 

Á árinu 2012 komu upp fjöldamörg mál sem snertu hagsmuni landeigenda og ljóst að hvergi má til slaka eigi landeigendur að halda réttindum sínum.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Jafnframt hvetur stjórn þeirra landeigendur til að fjölmenna á aðalfund sem haldinn verður á Hótel Sögu á fimmtudag, 14. febrúar, og hefst kl. 13.

 

Í tengslum við aðalfundinn og í beinu framhaldi af honum verður haldið málþing þar sem ræddar verða breytingar á stjórnarskrá og áhrif þeirra á eignarrétt. Samtökin hafa gagnrýnt breytingarnar og telja ýmis ákvæði bæði óskýr og of mikið málskrúð falið í hinum nýju stjórnskipunarlögum, segir í tilkynningunni.

 

Umræðustjóri á málþinginu verður Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, og frummælendur Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður, Ari Teitsson, varaformaður stjórnlagaráðs, og Reimar Pétursson, hæstaréttarlögmaður. Málþingið hefst kl. 16.

 

Stjórn Landssamtaka landeigenda skipa:

  • Örn Bergsson, Hofi í Öræfum, formaður
  • Guðný Sverrisdóttir, Grenivík
  • Sigurður Jónsson, Eyvindartungu
  • Óðinn Sigþórsson, Einarsnesi
  • Gunnar Sæmundsson, Hrútatungu

 

Landssamtök landeigenda á Íslandi

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30