27. desember 2012 |
Maltkviss - spurningakeppni í Tjarnarlundi
Félagið Þaulsetur sf. heldur spurningakeppni undir heitinu Maltkviss í Tjarnarlundi í Saurbæ á sunnudag, 30. desember, og hefst hún kl. 20. Stjórnandi verður Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Geiradal. Gert er ráð fyrir tveimur til þremur í liði. Þeir sem standa út af fara saman í lið. Ef þrír eru í liði verður að vera a.m.k. eitt barn.
Þátttökugjald er aðeins kr. 500 fyrir hvert lið. Spurningar verða fjölskylduvænar.
Allir eru velkomnir. Verðlaun og veitingar „undir væntingum“.