Tenglar

4. janúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Maltkviss í Tjarnarlundi - taka tvö

Spurningakeppnin Maltkviss sem vera átti í Tjarnarlundi í Saurbæ um síðustu helgi en varð að fresta vegna rafmagnsleysis verður þess í stað kl. 20 annað kvöld, laugardagskvöldið 5. janúar. Um er að ræða fjölskylduvænar spurningar þar sem tveir til þrír verða saman í liði, fer eilítið eftir aldurssamsetningu liðsins. Stjórnandi verður Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Geiradal.

 

Verðið er 500 kr. fyrir hvert lið. Verðlaun og veitingar undir væntingum flestra. Allir eru velkomnir bæði að taka þátt í gamninu og fylgjast með.

 

Eingöngu er hægt að greiða með seðlum og klinki - enginn posi.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31