10. apríl 2012 |
Málverkasýning á Hólmavík
Sýning á málverkum Magnúsar Bragasonar verður opin í Galdrasafninu á Hólmavík alla daga til 4. maí. Þetta er fyrsta einkasýning Magnúsar enda ekki mjög langt síðan hann byrjaði að mála. Magnús Bragason er innfæddur Hólmvíkingur og hefur lengst af verið bóndi og fiskimaður.
Galdrasafnið er við Höfðagötu 8-10 á Hólmavík.