Tenglar

20. júlí 2016 |

Mamma beyglar alltaf munninn

Bjartmar Guðlaugsson.
Bjartmar Guðlaugsson.

Tónlistarmaðurinn, textaskáldið magnaða og myndlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson „trúbbar“ í Bjarkalundi annað kvöld, fimmtudag. Þetta er einn af liðunum á dagskrá Reykhóladaga 2016. Áður en Bjartmar sló sjálfur í gegn sem tónlistarmaður á sínum tíma hafði hann samið texta fyrir aðra, svo sem Björk.

 

„Tónleikarnir byggjast upp á lögum og ljóðum mínum á rúmlega 30 ára ferli, þar sem ég segi sögur um tilurð þeirra. Þá mun ég einnig flytja nokkur ný lög. Þó byggi ég dagskrána upp á lögum sem fólkið þekkir og syngur með, það er tilgangurinn. En umfram allt að allir hafi gaman af,“ segir Bjartmar. „Ég hlakka mikið til að koma í Reykhólasveitina.“

 

Sitthvað fróðlegt og skemmtilegt um Bjartmar

 

 

Týnda kynslóðin

Lag og texti: Bjartmar Guðlaugsson

 

Pabbi minn kallakókið sýpur

hann er með eyrnalokk og strípur

og er að fara á ball, hann er að fara á ball.

 

Mamma beyglar alltaf munninn

þegar hún maskarar augun

og er að fara á ball, hún er að fara á ball.

Blandaðu mér í glas, segir hún

út um neðra munnvikið.

Ekki mikið kók, ekki mikinn ís,

réttu mér kveikjarann.

 

Barnapían er með blásið hár

og pabbi yngist upp um átján ár

á nóinu.

 

Drífðu þig nú svo við missum ekki af

Gunna og sjóinu.

Pabbi minn setur Stones á fóninn

fæst ekki um gömlu partýtjónin.

Hann er að fara á ball, hann er að fara á ball.

 

Nú skal honkí tonkið spilað

þó svo að mónóið sé bilað

hann er að fara á ball, hann er að fara á ball.

Manstu eftir Jan og Kjell segir hann

eftir gítarsólóið.

Manstu eftir John, manstu eftir Paul,

réttu mér albúmið.

 

Þá var pabbi sko með heví hár

en síðan eru liðin hundrað ár

á nóinu.

 

Drífðu þig nú svo við missum ekki af

matnum og sjóinu.

Það er alltaf sama stressið

sú gamla er enn að víkka dressið

og er að fara á ball, hún er að fara á ball.

 

Blandaðu mér í glas, segir hún

út um neðra munnvikið.

Ekki mikið kók, ekki mikinn ís,

réttu mér kveikjarann.

 

Barnapían er með blásið hár

og pabbi yngist upp um átján ár

á nóinu.

Hringdu á bíl svo við missum ekki af

borðinu og sjóinu.

 

Mamma beyglar alltaf munninn ...

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31