28. janúar 2015 |
Mannfjöldinn stóð í stað eða því sem næst
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands stóð fólksfjöldi í Reykhólahreppi í stað eða því sem næst á nýliðnu ári. Þann 1. janúar 2014 áttu 270 manns lögheimili í sveitarfélaginu, þar af 140 karlar og 130 konur. Sömu tölur getur að líta í lok fjórða ársfjórðungs, eða þann 31. desember, en í því tilviki eru tölur rúnnaðar af og hækkaðar upp eða lækkaðar niður í heilan tug. Endanlegar tölur um íbúafjölda í sveitarfélögum og einstökum byggðakjörnum þann 1. janúar eru ekki komnar enn.