Margar hugmyndir frá Ingvari Samúelssyni
„Ég bíð eftir hugmyndum. Þó að komin séu 21 komment finnst mér þetta ansi rýrt. Mínar hugmyndir eru að stækka tjaldstæðið við sundlaugina. Setja upp sánaklefa úti þar sem útiklefarnir eru. Grafa upp gömlu sundlaugina og hlaða upp vegg fyrir neðan, þ.e. Orkubúsmegin. Hlaða upp brunninn í Kvenfélagsgirðingunni. Koma upp kaffihúsi og pöbb í gamla Mávavatni. Á meðan uppbygging stendur yfir vil ég sjá veitingastað í eldhúsi skólans yfir sumartímann. Upplýsingamiðstöð í Bjarkalundi með útibúum í Króksfjarðarnesi og á Reykhólum. Sveitamarkað í Bjarkalundi. Svo þarf að samræma gæsa- og rjúpnaveiði með hagsmuni allrar sveitarinnar í huga, selja veiðileyfi, gistingu og mat. Áður en hreindýrin og villisvínin koma! Ég vil sjá íbúaþing hér í Reykhólahreppi innan tveggja mánaða, þar sem sveitarstjóri og sveitarstjórn kynna sig og taka við tillögum frá íbúum sveitarfélagsins. Garðskála við Barmahlíð þar sem hægt væri að selja súpu og brauð í hádeginu eftir pöntun. Gamla stýrishúsið af Fossánni á Bátasafnið og það verði þar kynningarbás fyrir Þörungaverksmiðjuna. Kær kveðja, Ingvar Samúelsson.“
Sjá hér fréttina og umræðudálkinn í heild:
20.01.2011 Komið hugmyndum ykkar á framfæri
Harpa Eiríksdóttir, fstudagur 28 janar kl: 22:33
Þetta eru frábærar hugmyndir sem hægt væri að setja í framkvæmd án þess að mikil kostnaður yrði við, ef vilji sé fyrir sjálfboðastarfi að einhverjum hluta.
Þarna eru hugmyndir sem mynda ný störf yfir sumartímann og svo er alltaf flott að geta fundið leiðir til að lengja ferðamannatímabilið.