Tenglar

28. janúar 2011 |

Margar hugmyndir frá Ingvari Samúelssyni

Ingvar Samúelsson á Reykhólum.
Ingvar Samúelsson á Reykhólum.
Miklar umræður urðu í athugasemdakerfinu neðan við frétt hér á vefnum fyrir stuttu, þar sem rætt var um hugmyndabanka fyrir Reykhólahrepp. Seinasta innleggið þar birtist í þann mund sem fréttin hvarf niður af forsíðu vefjarins, en þegar svo er komið eru fáir sem líta á athugasemdir. Þess vegna er tilskrifið birt hér í sérstakri frétt, en það er frá Ingvari Samúelssyni á Reykhólum og hefur að geyma margar hugmyndir og efnispunkta. Pistill Ingvars er á þessa leið:

 

„Ég bíð eftir hugmyndum. Þó að komin séu 21 komment finnst mér þetta ansi rýrt. Mínar hugmyndir eru að stækka tjaldstæðið við sundlaugina. Setja upp sánaklefa úti þar sem útiklefarnir eru. Grafa upp gömlu sundlaugina og hlaða upp vegg fyrir neðan, þ.e. Orkubúsmegin. Hlaða upp brunninn í Kvenfélagsgirðingunni. Koma upp kaffihúsi og pöbb í gamla Mávavatni. Á meðan uppbygging stendur yfir vil ég sjá veitingastað í eldhúsi skólans yfir sumartímann. Upplýsingamiðstöð í Bjarkalundi með útibúum í Króksfjarðarnesi og á Reykhólum. Sveitamarkað í Bjarkalundi. Svo þarf að samræma gæsa- og rjúpnaveiði með hagsmuni allrar sveitarinnar í huga, selja veiðileyfi, gistingu og mat. Áður en hreindýrin og villisvínin koma! Ég vil sjá íbúaþing hér í Reykhólahreppi innan tveggja mánaða, þar sem sveitarstjóri og sveitarstjórn kynna sig og taka við tillögum frá íbúum sveitarfélagsins. Garðskála við Barmahlíð þar sem hægt væri að selja súpu og brauð í hádeginu eftir pöntun. Gamla stýrishúsið af Fossánni á Bátasafnið og það verði þar kynningarbás fyrir Þörungaverksmiðjuna. Kær kveðja, Ingvar Samúelsson.“

 

Sjá hér fréttina og umræðudálkinn í heild:

20.01.2011  Komið hugmyndum ykkar á framfæri

 

Athugasemdir

Harpa Eiríksdóttir, fstudagur 28 janar kl: 22:33

Þetta eru frábærar hugmyndir sem hægt væri að setja í framkvæmd án þess að mikil kostnaður yrði við, ef vilji sé fyrir sjálfboðastarfi að einhverjum hluta.

Þarna eru hugmyndir sem mynda ný störf yfir sumartímann og svo er alltaf flott að geta fundið leiðir til að lengja ferðamannatímabilið.

Júlía Guðjónsdóttir, fstudagur 28 janar kl: 23:40

Mér finnst margar þessar hugmyndir mjög góðar.

Hlynur Stefánsson, mnudagur 31 janar kl: 13:28

Þetta eru frábærar hugmyndir.
það eru líka mjög góðar hugmyndir hjá honum Magga í flokknum Aðsent efni.
Ég held að tjaldstæðið sé samt sá hluti sem við þurfum að drífa í að framkvæma
helst fyrir sumarið og það er engin spurning að í vor þurfa bæjarbúar og fyrirtæki að fara í átak og taka til og snyrta í kringum sig.

Kv Hlynur S

Ingvar Samúelsson, mnudagur 31 janar kl: 16:43

Það er búið að setja stækkun inná Aðalskipulag Reykhólahrepps á tjaldstæðinu við sundlaugina. Til að sjá myndina fara inná stjórnsýsla skipulag Reykhólahrepps. Aðalskipulag 2006-2018 klikka þar á uppdrátt allt tilbúið bara framkvæma. Það hlítur að vera almenn ánðja með að hafa Reykhóladaginn í lok ágúst fyrst að enginn annar en ég vefstjórinn og frændi tjásig um annað. Sammála að þurfi að taka til á staðnum og í sveitinni. það eru búnir að vera tiltektardagar á vorin í mörg ár , en ég held að hafi gleimst að hafa hann siðasta vor , væntanlega vegna kosninganna. En nú er kominn nýr umhverfisráðherra svo það hlitur eitthað að ske í þeim málum. Kveðja Ingvar Samúelsson

Silvía Björk Birkisdóttir, mivikudagur 02 febrar kl: 22:45

Margar hugmyndir mjög góðar, tjaldsvæðið er eitthvað sem þarf að lagfæra strax í vor. Ég sem bjó í Reykjavík síðustu sumur og sótti hingað um helgar, fékk oft að heyra í rvk að tjaldsvæðið væri ekki upp á marga fiska og ekki aðstaðan heldur.
Ég hef reyndar heyrt og finnst sjálfri að Reykhóladagurinn ætti frekar að vera haldinn í endaðann júli, í stað endaðann ágúst þar sem flestir skólar á landinu eru byrjaðir í lok ágúst og fólk kannski frekar komið í rútinu.
Húsnæðisskortur er augljóslega á svæðinu og því erfitt fyrir fólk að setjast að á staðnum, auk þess sem fólk er skiljanlega ekki tilbúið til þess að fjárfesta á stað sem það hefur aldrei búið á og því þarf meira leiguhúsnæði, en hvernig getum við græjað það??
Nú hefur mikið verið rætt hér inni á vefnum um verslunarhúsnæði "litla kringlu" þar sem verlsunin, veitingahús og fleira getur verið í og þá væri jafnvel hægt að byggja það húsnæði á tveimur hæðum og haft íbúðir á efri hæðinni.......
Einnig langar mig að minnast á sorpsvæðið sem blasir við öllum af útsýnispalli Reykhóla, tilvalið væri að færa sorpsvæðið í grifju sem grafin var í framkvæmd varnargarðsins við bryggjuna....
En þetta eru auðvita allt bara hugmyndir....
Kv Silvía Björk

Þorgeir Samúelsson, laugardagur 05 febrar kl: 11:31

Silvía....Góð ábending frá þér...betur sjá augu en auga! Verum alltaf á tánum með góðar hugmyndir! Setjum okkur og okkar samfélag í forgang fyrir betri lífskylirði...látum okkur varða allt sem gert er...bæði gott og slæmt...munum svo að umgangast það með rökræðu....fræðslu...súpufundum...og bara almennri umræðu

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30