24. ágúst 2010 |
Margar umsóknir um stjórastörfin hjá hreppnum
Talsverður fjöldi umsókna um störf sveitarstjóra og skrifstofustjóra Reykhólahrepps hefur borist, en frestur til að sækja um rann út á miðnætti. Enn er þó hugsanlegt að fleiri berist í pósti en þær teljast gildar ef þær hafa verið póstlagðar í gær. Allmargar umsóknir hafa borist í tölvupósti. Tvær þær síðustu, sín um hvort starf, smullu inn fimm mínútum fyrir miðnætti. Meðal umsækjenda um starf sveitarstjóra er einn fyrrverandi alþingismaður. Að líkindum verða umsóknirnar ekki teknar til efnislegrar meðferðar fyrr en eftir komandi helgi að Reykhóladögum afstöðnum.