Tenglar

11. desember 2011 |

Margt á döfinni á Lífæðinni hjá Hörpu á næstunni

Harpa Björk Eiríksdóttir.
Harpa Björk Eiríksdóttir.

„Nei, ég get nú eiginlega ekki sagt það. Ef það er eitthvað sem ég get, þá er það að tala!“ segir Harpa Eiríksdóttir aðspurð hvort hún sé stressuð í beinni útsendingu. „Bara spurning hvort það rétta komi út úr manni. Það er nú svolítil spenna þegar maður er í útsendingu en bara skemmtilegt. Þetta er svo rosalega skemmtilegt að eiginlega fatta ég ekkert að ég sé í útvarpi.“ Tveir fyrstu þættirnir hjá Hörpu á Lífæðinni FM, vestfirsku jóla- og menningarútvarpi, voru fyrir helgi. Síðan verður hún þar milli kl. 11 og 13 á morgun eins og alla virka daga fram yfir þrettándann. Tíðnin á sendi Lífæðarinnar FM á Reykhólum er 103,5 eins og fram kemur á auglýsingaborðanum hér neðan við efstu frétt.

 

Svo er líka hægt að hlusta gegnum tölvuna allan sólarhringinn - bara smella á borðann. Vestfirskri dagskrá Lífæðarinnar er útvarpað virka daga kl. 8-22 og um helgar kl. 10-24. Utan þess tíma er dagskrá Kanans útvarpað gegnum dreifikerfi stöðvarinnar.

 

„Fyrir þessa fyrstu tvo þætti var nú ekki mikill undirbúningur nema að velja lögin. Það tók alveg sinn tíma en þetta var nú aðallega spuni hjá mér, svona til að prófa mig áfram. Núna fer aftur á móti að fara meiri tími í undirbúninginn, finna viðmælendur og koma sumum dagskrárliðum inn og svoleiðis. En maður á eftir að venjast þessu og þá minnkar tíminn sem fer í að undirbúa hvern þátt“, segir Harpa.

 

„Það er auðvitað heill hellingur á döfinni, komin með nokkra fasta dagskrárliði eins og Spurningu dagsins með skemmtilegum verðlaunum hvern dag. Lesið er úr bókum eftir Jón R. Hjálmarsson - þessa viku tökum við Skessur, skrímsli og furðuverur við þjóðveginn. Stjörnuspáin er lesin fyrir afmælisbörn dagsins.“

 

Harpa stefnir að því að frá krakkana í Reykhólaskóla í heimsókn í einhverjum þáttum. Þar eru hæg heimatökin því að hún er með aðstöðu sína á Bókasafninu sem er til húsa í skólanum.

 

„Í þáttunum ferðast ég um Vestfirði, tek fyrir Suðurfirðina og norður úr í þessari viku og enda líklega á Djúpinu í lok viku - ef ég næ svo langt. Það er margt að skoða og margir að tala við.“

 

„Nei“, segir Harpa þegar hún er spurð hvort hún hafi áður unnið í útvarpi. „Þetta er í fyrsta sinn og maður er alltaf að læra eitthvað. Mér finnst þetta vera frábært tækifæri fyrir mig til að læra eitthvað nýtt og líka fyrir sveitarfélagið að taka þátt í svona skemmtilegu verkefni.“

 

Sjá nánari upplýsingar um Lífæðina:

07.12.2011  Lífæðin FM sendir út í - og frá - Reykhólahreppi

Facebook-síða Hörpu á Lífæðinni FM: Stingum af til Vestfjarða

Lífæðin FM

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30