Margt brennur á hinum dreifðu byggðum héraðsins
Netsamband í Reykhólahreppi, sjóvarnir, smábátahöfn og fleiri verkefni í Flatey, nátthagi í Kollafirði, sauðfjárveikivarnir, tvöfalt sorpgjald á lögbýli, fjallskilamál, gamla bryggjan í Nesi og borhola Orkubús Vestfjarða á Kletti í Geiradal voru helstu viðfangsefnin á öðrum fundi dreifbýlisnefndar Reykhólahrepps, sem stofnuð var í vetur.
Varðandi hinar nýju reglur um snjómokstur var þetta bókað:
Nefndin bendir íbúum á að kynna sér vel reglurnar um snjómokstur á netinu og gott að þeir átti sig á að tími getur liðið frá því að óskað er eftir þjónustu þar til þjónusta berst, þar sem samræma þarf mokstur Vegagerðarinnar eða kalla út mokstursaðila.
Fyrsti fundur: Óboðlegt netsamband, óviðunandi sauðfjárveikivarnir
Vefur Framfarafélags Flateyjar
Um Silfurgarðinn í Flatey og fleira