Tenglar

4. febrúar 2011 |

Margvísleg sóknarfæri fyrir sveitarfélög

Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að sóknaráætlunin Ísland 2020 feli í sér tækifæri sem ekki hafa boðist sveitarfélögum í langan tíma. Í raun sé um að ræða eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í byggðamálum á Íslandi í áratugi. Sóknaráætlunin Ísland 2020 var samþykkt af ríkisstjórninni fyrir skömmu. „Í sóknaráætlunum fyrir hvern landshluta skal taka mið af þeirri svæðaskiptingu sem ákveðin var í undirbúningsvinnunni, sem miðar við núverandi starfssvæði landshlutasamtaka sveitarfélaga“, segir Karl í forystugrein tímaritsins Sveitarstjórnarmála.

„Forgangsröðun einstakra verkefna á hverju svæði verður á hendi heimamanna. Skilgreindur verður sameiginlegur vettvangur sveitarstjórna, fulltrúa atvinnulífs og stofnana á hverju svæði, sem komi í stað hinna ýmsu stjórna og nefnda sem koma að málum í núverandi skipulagi.“

 

Í áætluninni eru sett fram framtíðarsýn og leiðarljós fyrir áætlanagerð hins opinbera til næstu ára. Samhliða verður hafin vinna við að sameina stefnumótun og áætlanir í langtíma fjárfestingaráætlun og sóknaráætlanir landshluta. „Það er í þessum áætlunum sem gríðarleg sóknarfæri bjóðast fyrir sveitarfélög og landshlutasamtök þeirra“, segir Karl.

 

Verkefnið felst í því að samþætta áætlanir og setja fram tillögur að forgangsröðun verkefna. M.a. á að fjalla um svæðisskipulag, eflingu sveitarfélaga með auknum verkefnum og sjálfbæra nýtingu orku og auðlinda á viðkomandi svæði. Einnig um uppbyggingu grunnnets samgangna og eflingu almenningssamgangna. Að auki um öruggt aðgengi að háhraðafjarskiptum, einföldun og endurskipulagningu á stoðkerfi atvinnu- og byggðaþróunar á viðkomandi svæðum, samstarf milli menntastofnana annars vegar og þekkingar- og nýsköpunarmiðstöðva hins vegar á hverju svæði, og margt fleira.

 

„Um er að ræða einföldun, fækkun og samþættingu lögbundinna stefna og áætlana með það að markmiði að auka yfirsýn og bæta vinnubrögð, m.a. með því tengja stefnumótun og áætlanagerð ráðuneyta betur við undirbúning fjárlaga og tryggja að árangursmat og eftirlit sé alltaf fyrir hendi. Í þessu samhengi má m.a. nefna samgönguáætlun, samskiptaáætlun, byggðaáætlun, ferðamálaáætlun, heilbrigðisáætlun, löggæsluáætlun, skipulagsáætlun, náttúruverndaráætlun, orkustefnu, menntastefnu, og rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða“, segir Karl Björnsson.

 

Vefur Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

Athugasemdir

Þorgeir Samúelsson, laugardagur 05 febrar kl: 00:53

Frábær sóknarfæri sveitafélaga...segir Karl Björnsson framkvæmdastjóri.....Margvísleg sóknarfæri fyrir sveitarfélög
Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að sóknaráætlunin Ísland 2020 feli í sér tækifæri sem ekki hafa boðist sveitarfélögum í langan tíma. Í raun sé um að ræða eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í byggðamálum á Íslandi í áratugi. Sóknaráætlunin Ísland 2020 var samþykkt af ríkisstjórninni fyrir skömmu. „Í sóknaráætlunum fyrir hvern landshluta skal taka mið af þeirri svæðaskiptingu sem ákveðin var í undirbúningsvinnunni, sem miðar við núverandi starfssvæði landshlutasamtaka sveitarfélaga“, segir Karl í forystugrein tímaritsins Sveitarstjórnarmála.

„Forgangsröðun einstakra verkefna á hverju svæði verður á hendi heimamanna. Skilgreindur verður sameiginlegur vettvangur sveitarstjórna, fulltrúa atvinnulífs og stofnana á hverju svæði, sem komi í stað hinna ýmsu stjórna og nefnda sem koma að málum í núverandi skipulagi.“


Jæja góðir hálsar...nú er komið að ykkur sem yrkjið þetta landsvæði...taka á hlutunum og heimta bætur fyrir vanefndir bæði til sjávar og sveita...hér er og verða bæði óplægð tún og engjar bæði fyrir landbúnað...ferðamesnku...útgerð...fisveiðar... pláss fyrir alla...tjaldstæði ...afþreyingu ferðafólks.....og nefndu það bara:) Tökum nú höndum saman árið 2011 og verum kröfuhörð....Vestfirðir eru nefnilega merkilegasti hluti landsins!....hér þrífast bestu og fótfráustu...kindur...hundar og bændur...afhverju ekki að markassetja svona hluti þegar verið væri að smala að hausti???? Bara spyr? Hvað heldur og segir þú???

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31