Tenglar

24. nóvember 2009 |

Margvísleg þjónusta við krabbameinssjúklinga

Að Rauðarárstíg 33 í Reykjavík eru íbúðir sem ætlaðar eru til afnota fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra af landsbyggðinni meðan á meðferð stendur. Krabbameinsfélag Íslands á þar átta íbúðir með öðrum samtökum, svo sem Rauða krossi Íslands. Landspítalinn sér um rekstur íbúðanna. Krabbameinsfélag Breiðfirðinga greiðir að hluta eða fullu fyrir leiguna vegna sjúklinga úr Dölum eða Reykhólahreppi. Úthlutun íbúðanna fer fram á Geisladeild Landspítalans í síma 543 6800 (Sigurveig) og þar fást nánari upplýsingar.

 

Einnig eru í boði hvíldarvikur á ýmsum stöðum á landinu fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Nánari upplýsingar fást hjá Krabbameinsfélagi Íslands eða á vef félagsins. Þá er Krabbameinsfélagið með margs konar aðra þjónustu við fólk sem greinst hefur með krabbamein.

 

Stjórnarmenn í Krabbameinsfélagi Breiðfirðinga ítreka, að hér á svæðinu vill félagið gjarnan stofna þjónustuhóp fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein, ef næg þátttaka væri. Fólk er hvatt til að hafa samband.

 

Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá stjórnarmönnum í Krabbameinsfélagi Breiðfirðinga, en þeir eru: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Mýrartungu II, Arnór Grímsson, Króksfjarðarnesi, Guðrún Björnsdóttir, Búðardal, og Þrúður Kristjánsdótttir, Búðardal.

 

Þess má geta, að dregið verður 24. desember í jólahappdrætti Krabbameinsfélags Íslands. Vinningar eru 163 talsins að verðmæti um 22,7 milljónir króna.

 

Krabbameinsfélag Íslands

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30