Tenglar

10. mars 2015 |

Markaðsdagur á Reykhólum

Frá markaði í Miklagarði / Wikipedia.
Frá markaði í Miklagarði / Wikipedia.

Stefnt er að því að efna til markaðar á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum núna á sunnudaginn, 15. mars, milli kl. 14 og 18. Fólk er hvatt til að kíkja í geymsluna eða bílskúrinn eða skápana og finna þar eitthvað til að selja. Þar mætti nefna t.d. fatnað af öllu tagi, skíði og skó, reiðhjól og ryksugur, blómavasa og bækur, sláttuvélar og sleða, klukkur og kattamat, eða eitthvað matarkyns fyrir mannfólkið. Nú eða bara eitthvað. Ekki skiptir þó minnstu að koma saman, þannig að úr verði ekta markaðsstemmning.

 

Áhugasamir hafi sem allra fyrst samband við Jóhönnu Ösp í netfanginu johanna@reykholar.is eða síma 698 2559.

 

Myndin sem hér fylgir er frá flóamarkaði í Ístanbúl (í aldanna og árþúsundanna rás hefur borgin einnig borið nöfnin Býsans, Konstantínópel og Mikligarður). Tæplega verður úrvalið af varningi eins mikið á Reykhólum og þarna, en gamanið kannski ekki minna. Því fleiri sem koma, þeim mun betra.

 

Endilega deilið og lækið og skrifið kannski líka hér fyrir neðan hvernig ykkur líst á þetta og hvort þið ætlið að taka þátt í þessu - selja eða kaupa eða jafnvel og allra helst hvort tveggja.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31