Tenglar

11. september 2011 |

Markaðssetning Vestfjarða erlendis virðist skila sér

Björn Samúelsson skipstjóri og leiðsögumaður (Eyjasigling á Reykhólum) með erlendum gestum í dúnhreinsunarhúsinu í Skáleyjum.
Björn Samúelsson skipstjóri og leiðsögumaður (Eyjasigling á Reykhólum) með erlendum gestum í dúnhreinsunarhúsinu í Skáleyjum.

Vísbendingar eru um að í sumar hafi erlendum ferðamönnum fjölgað á Vestfjörðum. „Sumarið hefur gengið misjafnlega vel eftir því sem ég heyri hjá ferðaþjónum hér. Íslendingurinn var að ferðast minna samkvæmt því, sérstaklega framan af sumri, en við vorum að fá töluvert af erlendum ferðamönnum. Tölur um fjölda þeirra birtast ekki fyrr en í október en miðað við þær fréttir sem manni berast gætum við verið að sjá töluverða aukningu þar. Það er mjög jákvætt og spennandi ef rétt reynist. Mín tilfinning er sú að þessi mikla erlenda umfjöllun og öll sú vinna sem lögð hefur verið í erlenda markhópa hafi verið að skila sér mjög vel“, segir Gústaf Gústafsson framkvæmdastj. Markaðsstofu Vestfjarða í samtali við bb.is á Ísafirði.

 

„Ég veit að það eru einhverjir gististaðir sem hafa verið að setja met í sumar eða sjá mikla aukningu. Það er þó erfitt að segja til um það fyrr en að sumarið hefur verið gert upp þar sem það getur verið mjög misvísandi að lesa í tölur áður en heildarfjöldinn er kominn í hús“, segir Gústaf.

 

Ýmsar nýjungar hafa verið í afþreyingu í fjórðungnum í ár. „Margt nýtt og skemmtilegt hefur verið að gerast, nýjar hátíðir litið dagsins ljós og þær hátíðir sem fyrir voru sækja í sig veðrið. Þetta hefur því allt gengið mjög vel. Þar má nefna sem dæmi Bláberjahátíðina og Inndjúpsdaginn, Mýrarboltinn er að sækja í sig veðrið og Aldrei fór ég suður gekk mjög vel. Einnig hefur gengið mjög vel á sunnanverðum Vestfjörðum“, segir Gústaf Gústafsson hjá Markaðsstofu Vestfjarða.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30