Tenglar

5. mars 2011 |

Markaðsstofan biður um fréttir frá ferðaþjónum

Heita laugin í fjöruborðinu rétt við Flókalund. Ljósm. Mats.
Heita laugin í fjöruborðinu rétt við Flókalund. Ljósm. Mats.
Markaðsstofu Vestfjarða vantar fréttir og fréttamola frá vestfirskum ferðaþjónum. „Mikilvægt er að reglulega streymi upplýsingar um viðburði og skemmtilega hluti á Vestfjörðum. Ég hvet fólk til að vera duglegra að senda á Markaðsstofuna“, segir Gústaf Gústafsson framkvæmdastjóri. Sem dæmi um þörfina er að koma upplýsingum til vefjarins Inspired by Iceland, fréttabréfs Flugfélagsins, vefjarins Westfjords.is og margra annarra. Ekki síst skiptir máli að Markaðsstofan hafi handbærar upplýsingar um alla ferðaþjónustu á Vestfjörðum og þá sem hana annast. „Ef þið lumið á fréttum, viðburðum eða slíku, endilega sendið okkur línu“, segir Gústaf.

 

Einnig segir hann að Markaðsstofuna vanti nauðsynlega myndir af heitum laugum á Vestfjörðum. Þessar myndir þurfa að vera í fullum gæðum. Skilyrðið er að Markaðsstofan geti notað þessar myndir í markaðssetningu án takmarkana, þ.e. hafi fullan notkunarrétt fyrir alla miðla og geti sent þriðja aðila án leyfis höfundar. - Ef þið lumið á góðum myndum, segir Gústaf, þá vinsamlega sendið mér ásamt þessum texta:

 

Undirritaður gefur Markaðsstofu Vestfjarða heimild til að nota meðfylgjandi myndir, án takmörkunar, í tengslum við tilgang Markaðsstofunnar. Markaðsstofan getur afhent þriðja aðila myndirnar án samráðs við höfund til birtingar í opinberum miðlum.

 

Hafa má samband við Gústaf í netpósti eða í síma 662 4156.

 

Markaðsstofa Vestfjarða er sjálfseignarstofnun í eigu allra sveitarfélaga á Vestfjörðum, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Ferðamálasamtaka Vestfjarða. Tilgangur hennar er að markaðssetja Vestfirði fyrir ferðamenn.


Varðandi ferðaþjóna og ferðaþjónustu í Reykhólahreppi, þá er jafnframt eindregið óskað eftir fréttum á þennan vef, annað hvort í netpósti eða í síma 892 2240. Það væri allra hagur.
  

Sjá einnig:

Ferðaþjónustan: Mikilvægt að vera reiðubúinn

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31