Markaðsstofan biður um fréttir frá ferðaþjónum
Einnig segir hann að Markaðsstofuna vanti nauðsynlega myndir af heitum laugum á Vestfjörðum. Þessar myndir þurfa að vera í fullum gæðum. Skilyrðið er að Markaðsstofan geti notað þessar myndir í markaðssetningu án takmarkana, þ.e. hafi fullan notkunarrétt fyrir alla miðla og geti sent þriðja aðila án leyfis höfundar. - Ef þið lumið á góðum myndum, segir Gústaf, þá vinsamlega sendið mér ásamt þessum texta:
Undirritaður gefur Markaðsstofu Vestfjarða heimild til að nota meðfylgjandi myndir, án takmörkunar, í tengslum við tilgang Markaðsstofunnar. Markaðsstofan getur afhent þriðja aðila myndirnar án samráðs við höfund til birtingar í opinberum miðlum.
Hafa má samband við Gústaf í netpósti eða í síma 662 4156.
Markaðsstofa Vestfjarða er sjálfseignarstofnun í eigu allra sveitarfélaga á Vestfjörðum, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Ferðamálasamtaka Vestfjarða. Tilgangur hennar er að markaðssetja Vestfirði fyrir ferðamenn.
Varðandi ferðaþjóna og ferðaþjónustu í Reykhólahreppi, þá er jafnframt eindregið óskað eftir fréttum á þennan vef, annað hvort í netpósti eða í síma 892 2240. Það væri allra hagur.
Sjá einnig:
Ferðaþjónustan: Mikilvægt að vera reiðubúinn