Tenglar

9. febrúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Markaðurinn í Nesi: Enn rennur fé til samfélagsins

Frá afhendingu gjafabréfanna: Sóley Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Ólafsson f.h. Heimamanna og Herdís Erna Matthíasdóttir f.h. Aftureldingar.
Frá afhendingu gjafabréfanna: Sóley Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Ólafsson f.h. Heimamanna og Herdís Erna Matthíasdóttir f.h. Aftureldingar.

Handverksfélagið Assa í Reykhólahreppi afhenti fyrir nokkru síðan Björgunarsveitinni Heimamönnum og Ungmennafélaginu Aftureldingu sitt hvort gjafabréfið að upphæð 65 þúsund krónur, sem er afrakstur sölunnar á Bóka- og nytjamarkaðinum í Króksfjarðarnesi árið 2012. Þetta var þriðja ár markaðarins og enn sem fyrr lætur Assa peningana renna til samfélagsmála í héraðinu.

 

Markaðurinn er rekinn með þeim einfalda hætti, að fólk gefur eitt og annað til að selja en Össufólk annast söluna. Þar er að finna bækur, fatnað, skó, veski, myndir, eldhúsáhöld og skrautmuni til heimilisins, svo eitthvað sé nefnt. Bækurnar eru allar á sama verði eða á 300 krónur hver en líka er hægt að koma með bækur og fá aðrar í staðinn. Aðrar vörur eru ekki verðmerktar heldur segir fólk sjálft hvað það er tilbúið að borga fyrir hlutina.

 

Yfir veturinn er markaðurinn lokaður en að sjálfsögðu er tekið við varningi ef fólk vill gefa. Þá er hægt að hafa samband í netfanginu assahandverk@gmail.com og líka má hafa samband við fólkið í stjórninni: Formaður er Sóley Vilhjálmsdóttir og með henni í stjórn þau Erla Björk Jónsdóttir og Sveinn Ragnarsson.

 

Víða kann sitthvað að leynast sem hér gæti komið að gagni og vel mætti sjá af en gæti orðið öðrum til gagns eða gamans: Í geymslunni, inni og uppi í skápum, í bílskúrnum, í kössum, nú eða í bókahillunum.

 

Bóka- og nytjamarkaðurinn í Nesi byrjaði sumarið 2010 og hefur allur ágóði farið til góðgerðamála í heimabyggð. Eftir það starfsár fengu Vinafélag Barmahlíðar, Vinafélag Grettislaugar og Bókasafn Reykhólaskóla 50.000 krónur hvert en árið eftir fengu Kvenfélagið Katla og Lionsdeildin á Reykhólum 80.000 krónur hvort félag. Einnig hefur Assa tvisvar sent fatnað til Rauða krossins.

 

Opnu húsin vinsælu hjá Össu í Vogalandi í Króksfjarðarnesi eru annað hvert miðvikudagskvöld í vetur, næst núna á miðvikudag, 13. febrúar. Húsið er opnað kl. 20. Allir eru velkomnir - ekki þarf að vera skráður félagi.

 

22.12.2010 ASSA: Ágóðinn til málefna í heimabyggð

06.05.2011 Handverksfélagið Assa: Félagatalan tvöfaldaðist

02.01.2012 Assa útdeilir ágóðanum - og minnir á opnu húsin

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30