Tenglar

21. nóvember 2021 | Sveinn Ragnarsson

Markmið sveitarstjórnar til ársins 2025

Á fundi sveitarstjórnar 18. nóv. var lögð fram fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun ásamt álagningaforsendum og gjaldskrám ársins 2022.

Staða sveitarsjóðs Reykhólahrepps er góð, áætlaður er tæplega 30 milljón króna afgangur af sveitarsjóði á næsta ári. Sá viðsnúningur sem orðið hefur á rekstri Reykhólahrepps er fagnaðarefni.

 

Í nýrri áætlun er gert ráð fyrir að leikskólagjöld verði felld niður að fullu. Hér er tekið einstakt skref í átt að fjölskylduvænna samfélagi sem hlýtur að vera markmið allra sveitarfélaga. Með niðurfellingu leikskólagjalda er Reykhólahreppur að viðurkenna leikskólann sem fyrsta skref skólagöngu barna og hampa því faglega starfi sem þar fer fram.

Gert er ráð fyrir akstri fyrir börn í sumarstarfsemi á vegum sveitarfélagsins.

 

Gjöld í tónlistarnám verða einnig felld niður og er það viðleitni sveitarfélagsins til að efla menningarstarfsemi í héraðinu.

Í áætluninni er gert ráð fyrir því að Reykhólahreppur styðji atvinnuþróun á svæðinu, þar sem sveitarfélagið mun taka þátt í verkefnum með fyrirtækjum við undirbúning  grænna iðngarða.

Gerð verður ný heimasíða fyrir sveitarfélagið.

 

Í gjaldaliðnum eru gerðar leiðréttingar á verði leiguhúsnæðis í Reykhólahrepp og eru þær leiðréttar til samræmis við annað leiguhúsnæði á svæðinu og með tilliti til reksturs húsnæðis almennt. Þá er einnig gerð leiðrétting á gjaldtöku fyrir sorp til samræmis við lög nr. 55/2003 þar sem kemur fram að sorpgjöld skuli standa undir kostnaði við sorpþjónustu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31