Tenglar

30. janúar 2021 | Sveinn Ragnarsson

Markþjálfun Ágústu Ýrar

Ágústa Ýr Sveinsdóttir
Ágústa Ýr Sveinsdóttir
1 af 2

Ágústa Ýr Sveinsdóttir er kona sem lætur ekki mikið yfir sér, en fæst við ýmsa merkilega og skemmtilega hluti.  Eitt af því er að hún býður fólki upp á markþjálfun. Hér á heimasíðu hennar, agustayr.is eru alls konar upplýsingar um það.

 

Markþjálfun er aðferðafræði sem er til þess fallin að hjálpa einstaklingum að öðlast skýrari framtíðarsýn og hvernig hægt er að nýta styrkleika sína.

 

Ágústa Ýr er frá Skálanesi og uppalin þar og á Laugabakka í Miðfirði. Hún er framleiðslustjóri og öryggisfulltrúi í Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum. Ágústa hefur aflað sér fjölbreyttrar menntunar, hún er rafvirki, með mastersgráðu í verkefnastjórnun og hefur lagt stund á fjölmiðlafræði, svo eitthvað sé nefnt.

 

Eitt aðaláhugamál hennar er svifvængjaflug (paragliding) og það hefur hún stundað hér og þar um veröldina, til að læra og afla sér reynslu. Hún hefur flogið í Portúgal, Makedóníu, Kólumbíu og víðar, tekið þátt í heimsmeistaramóti og markmið hennar er að sjáfsögðu að verða heimsmeistari í svifvængjaflugi.

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2023 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30