Tenglar

17. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is

Maskadagur og þrif í Barmahlíð fyrir 25 ára afmælið

Eins konar grímudansleikur.
Eins konar grímudansleikur.
1 af 2

Misjafnt er eftir landshlutum hvenær „maskadagurinn“ er haldinn (d. maske: gríma) og hvaða venjur fylgja þeim degi á hverjum stað. Barmahlíð á Reykhólum á sinn eiginn maskadag auk hinna. Í dag var starfsfólkið í Barmahlíð í alls konar múnderingum og með alls konar grímur og allir í þrifum.

 

„Já, þetta er bara eitthvað til gamans. Við reynum alltaf fyrir Barmahlíðardaginn að taka sérlega vel til og flikka svolítið upp á heimilið. Núna erum við að reyna að vera alveg sérstaklega hátíðleg til að halda upp á 25 ára afmælið. Annars má segja að þetta sé árlegur tiltektardagur fyrir Barmahlíðardaginn,“ segir Þuríður Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri.

 

Núna þann 11. mars voru liðin 25 ár frá því að fyrsta heimilisfólkið fluttist inn í Barmahlíð. Hins vegar hefur sú hefð skapast að halda Barmahlíðardaginn hátíðlegan vor hvert á sumardaginn fyrsta. Hann ber núna upp á 25. apríl og þá verður sérstakur 25 ára afmælisfagnaður í Barmahlíð.

 

Því mætti skjóta hér inn, að á sumardaginn fyrsta er líka fimm ára afmæli Reykhólavefjarins.

 

Myndirnar voru teknar í Barmahlíð í dag. Smellið á þær að venju til að stækka.

 

Sjá einnig:

15.04.2013 Barmahlíð: Leitað til fólks vegna 25 ára afmælisins

11.03.2013 Fyrsta heimilisfólkið fluttist inn fyrir réttum 25 árum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31