6. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is
Maskadagurinn í búðinni á Reykhólum
Furðuverur af ýmsu tagi, ýmsum stærðum og á ýmsum aldri komu í gær í Hólakaup á Reykhólum eins og venjulega á öskudaginn, sem stundum er líka kallaður maskadagur. Þar var sungið (og jafnvel leikið á hljóðfæri) fyrir kaupmanninn. Launin voru með sama hætti og venjulega, enda væru þessar undraverur varla að standa í þessum söngskemmtunum ár eftir ár ef þær væru ekki metnar að verðleikum.
Myndirnar sem hér fylgja tala sínu máli.