Tenglar

17. febrúar 2011 |

Matsáætlun vegna umhverfisáhrifa vegagerðar

Framkvæmdasvæðið í rauða hringnum.
Framkvæmdasvæðið í rauða hringnum.
Tillaga að matsáætlun vegna umhverfisáhrifa Vestfjarðavegar milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði hefur verið lögð inn til málsmeðferðar hjá Skipulagsstofnun. Um er að ræða nýjan og endurbyggðan veg, að langmestu leyti innan marka Reykhólahrepps. Núverandi vegarkafli er 24,3 km langur en nýr vegur verður 19,2 eða 16,5 km langur. Það er háð leiðarvali í Mjóafirði og um Litlanes. Skoðaðar hafa verið tvær leiðir, veglína A og veglína B, sem falla saman nema í Mjóafirði og um Litlanes. Nýlagning vegna veglínu A er 9,3 km en nýlagning vegna veglínu B er 8,0 km. Óvíst er hvenær ráðist verður í framkvæmdina þar sem óvissa ríkir um fjárveitingar til vegamála en gera má ráð fyrir að hún taki tvö ár.

 

Skipulagsstofnun hefur leitað umsagnar hjá Reykhólahreppi, Vesturbyggð, Breiðafjarðarnefnd, Fiskistofu (lax- og silungsveiðisviði), Fornleifavernd ríkisins, Hafrannsóknastofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Náttúrufræðistofnun Íslands, Skógrækt ríkisins og Umhverfisstofnun. Stefnt er að því að ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu framkvæmdaraðila að matsáætlun muni liggja fyrir þann 16. mars.

 

Byggt á bb.is

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31