23. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is
Máttur kvenna - fjarnám í rekstrarfræðum
Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi minnir á námskeið í fjarnámi fyrir konur sem hafa áhuga á að bæta rekstrarþekkingu sína og nefnist Máttur kvenna. Þetta er 11 vikna námskeið sem hefst með vinnuhelgi í Háskólanum á Bifröst 7.-8. febrúar en kennslan fer síðan fram í fjarnámi. Þátttakendur geta hlustað á fyrirlestra á netinu og unnið verkefni hvenær sem þeim hentar. Náminu lýkur með vinnuhelgi og formlegri útskrift. Engar forkröfur eru gerðar um grunnmenntun.
Námsgreinar:
- Bókhald I
- Upplýsingatækni
- Markaðs- og sölumál
- Fjármál
- Áætlanagerð
Nánari upplýsingar um Mátt kvenna er að finna hér. Magnús Smári Snorrason forstöðumaður símenntunar veitir einnig frekari upplýsingar í síma 433 3015 og í tölvupósti: simenntun@bifrost.is.