Tenglar

10. ágúst 2012 |

Matur úr hráefnum Breiðafjarðar á borðum

Úr Flatey á Breiðafirði / Árni Geirsson.
Úr Flatey á Breiðafirði / Árni Geirsson.

„Sumarið hjá okkur hefur verið mjög mjög gott, væntanlega það besta frá upphafi,“ segir Sara Sesselja Friðriksdóttir á Hótel Flatey. Þar hafa verið margvíslegir viðburðir í allt sumar og ekki bregður út af því á Flateyjardögum núna um helgina þegar hljómsveitin Spaðar kemur og spilar þar eins og oft áður. Aðalsmerki matseðilsins á Hótel Flatey verður líka það sama og venjulega: „Við reynum alltaf að vera með mat búinn til úr hráefnum Breiðafjarðar,“ segir Sara Sesselja, en sjálf er hún af rammbreiðfirskum ættum.

 

Því má ekki gleyma að Flatey tilheyrir Reykhólahreppi, rétt eins og mikill hluti Breiðafjarðareyja.

 

Hótel Flatey er í þremur uppgerðum pakkhúsum við Grýluvog. Gistiaðstaðan er í Eyjólfspakkhúsi og í Stóra-Pakkhúsi en veitingastofan er í pakkhúsi sem er betur þekkt sem Samkomuhús Flateyjar. Í því húsi hefur Vesturlandið blandað geði við Vestfirði frá örófi alda á samkomum sem eru ógleymanlegar í hugum margra, segir á heimasíðu Hótels Flateyjar.

 

Léttklassískir tónleikar (Ingrid Karlsdóttir á fiðlu og Hjörtur Ingvi á píanó) verða á Hótel Flatey á föstudaginn, 17. ágúst, og kvöldið eftir verður síðan ball með þeim Jóel Pálssyni, Davíð Þór, Sigríði Thorlacius og Guðmundi Óskari Guðmundssyni.

 

Hótel Flatey verður opið fram til 23. ágúst.

 

Hótel Flatey - skoðið þessa glæsilegu heimasíðu

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31