Tenglar

12. ágúst 2015 |

Meðan feitu fé vér smölum ...

Gunnar Bragi Sveinsson og Rögnvaldur Guðmundsson glaðbeittir á hátíðinni í Ólafsdal á laugardag.
Gunnar Bragi Sveinsson og Rögnvaldur Guðmundsson glaðbeittir á hátíðinni í Ólafsdal á laugardag.

Torfi langafi minn var mér lengi vel fjarlægur þó ég sé alinn upp í Saurbænum til 15 ára aldurs (við Salthólmavík). Þar var faðir minn Guðmundur Vilhjálmur Hjálmarsson kaupfélagsstjóri Kaupfélags Saurbæinga frá 1957 til 1973. Hann var sonur Áslaugar Torfadóttur frá Ólafsdal og Hjálmars Jónssonar skólapilts þar. Áslaug var ein þremur börnum Torfa og Guðlaugar sem náðu því að verða eldri en 45 ára, af alls 12 börnum, en auk þess áttu þau 10 fósturbörn. Faðir minn tók að eigin sögn ekki síst við stöðunni af virðingu við afa sinn, Torfa Bjarnason, sem var frumkvöðull að stofnun kaupfélagsins árið 1898.

 

Ólafsdalur var mér náinn á uppvaxtarárunum þar sem hér bjuggu þá afi minn og amma í móðurætt, Rögnvaldur Guðmundsson og Sigríður Guðjónsdóttir, í félagsbúi við son sinn Guðmund Rögnvaldsson og konu hans Guðbjörgu Valdimarsdóttur (bjuggu í Ólafsdal í rúmlega 30 ár). Fluttu þau héðan 1963, þegar ég var 5 ára.

 

Þannig komst Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins, meðal annars að orði í erindi sem hann flutti á Ólafsdalshátíðinni á laugardag. Erindið bar heitið „Meðan feitu fé vér smölum, framkvæmd hans ei gleymast kann...“ Það er tilvitnun í erfiljóð séra Matthíasar Jochumssonar frá Skógum í Þorskafirði um Torfa Bjarnason skólastjóra og búnaðarfrömuð í Ólafsdal, sem hann orti fyrir réttum hundrað árum, en Torfi lést árið 1915 (séra Matthías varð áttræður síðla það sama ár).

 

Einnig sagði Rögnvaldur í erindi sínu:

 

Lengi fannst mér erfitt að koma vestur aftur, en það breyttist með árunum. Áhuginn á Ólafsdal óx að sama skapi og þá sérstaklega á afrekum Torfa langafa og Guðlaugar langömmu minnar. Ég las bók Játvarðar Jökuls um Torfa og Ólafsdalsskólann spjaldanna á milli og velti hlutum fyrir mér. Þá búinn mennta mig ferðamálafræðum í Noregi 1989-1992 og áfram velti ég vöngum sem ferðamálafulltrúi í Hafnarfirði fram til 1997 og síðan sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi í ferðamálum eftir það (og hingað til). Gæti Ólafsdalur ekki haft hlutverki að gegna í fræðandi ferðaþjónustu framtíðarinnar? Hafði staðurinn ekki allt til að bera?

 

Hér má lesa erindi Rögnvaldar Guðmundssonar í heild (pdf).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31