Tenglar

15. febrúar 2012 |

Meira en 300 km akstur að sækja bollurnar

Nú líður að „skemmtilegu dögunum þremur í röð“ - bolludagur er á mánudag, sprengidagur á þriðjudag og öskudagur á miðvikudag. Nýbakaðar bollur verða í Hólakaupum á Reykhólum á bolludag, svo alveg nýbakaðar að ekið verður þá um nóttina suður í Geirabakarí í Borgarnesi gagngert til að sækja þær (meira en 300 km akstur fram og til baka). Allar sortir, vatnsdeigsbollur og gerbollur með rjóma, súkkulaði og öllu hinu. Fyrir sprengidaginn er í boði úrvalsgott saltkjöt og baunir og allt meðlæti. Á öskudaginn verður sem endranær tekið sérlega vel á móti fólki í framandlegum búningum sem kemur til að syngja í búðinni.

 

Vísindavefurinn: Um bolludag, sprengidag og öskudag

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31