Tenglar

16. nóvember 2020 | Sveinn Ragnarsson

Meira vinnur vit en strit

Vefráðstefna Vinnueftirlitsins „Meira vinnur vit en strit" verður haldin 19. nóvember næstkomandi.

 

Ráðstefnan er liður í tveggja ára samstarfsverkefni Vinnueftirlitsins, félagsmálaráðuneytisins, samtaka aðila vinnumarkaðarins og VIRK sem ber yfirskriftina „Vinnuvernd er allra hagur. Hæfilegt álag – heilbrigt stoðkerfi 2020-2022, " en verkefnið er keyrt samhliða samnefndu vinnuverndarátaki Vinnuverndarstofnunar Evrópu (EU-OSHA).

 

Áherslan kemur til af því að stoðkerfisvandi er algengasta orsök fjarvista frá vinnu í Evrópu og ein algengasta orsök örorku.

 

Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi á þann víðtæka stoðkerfisvanda sem vinnandi fólk glímir við og benda á lausnir.

 

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, ávarpar ráðstefnuna.

Lykilfyrirlesari er Andreas Holtermann, hjá Dönsku rannsóknarstofnuninni í vinnuvernd en erindi hans ber yfirskriftina „From non-harmful work to healthy work – what would it take?

Ráðstefnustjóri er Gunnhildur Gísladóttir, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Nánari dagskrá má finna á vef Vinnueftirlitsins.

 

Ráðstefnan stendur frá klukkan 13.00 – 15.55 og verður streymt beint af vef Vinnueftirlitsins. Streymið má jafnframt nálgast í gegnum viðburð á facebook-síðu Vinnueftirlitsins eða í gegnum meðfylgjandi slóð: http://tiny.cc/vinnueftirlit

 

Ráðstefnan er opin öllum en hægt er að fylgjast með fréttum og skrá sig til þátttöku á facebook til að fá áminningu áður en hún hefst.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30