4. október 2019 | Sveinn Ragnarsson
Mengun af yfirborðsvatni í vatnsbólum Reykhóla
Upplýsingar voru að berast um að það ræktast úr öllum þremur sýnunum sem tekin voru á Reykhólum þriðjudaginn 1. október. Tekin voru sýni í Hólabúð, Barmahlíð og úr brunni þar sem vatn úr lindum og vatn úr fjallalæk koma saman.
Það ræktast 5 gerlar úr hverju sýni, staðfestar niðurstöður berast á morgun. Viðvarandi yfirborðsmengun er í vatnsbólum sem notuð eru fyrir Reykhóla.
Því er enn minnt á suðuleiðbeiningar.